Fyrsta bloggfærsla

Það er fínt að byrja þessar færslur á hóli. Mitt hól fær Rás 2 fyrir stórskemmtilega dagskrá.

Ég var að stússa útivið fram undir miðnætti og hlustaði á útvarp allra landsmanna. Fyrst var þátturinn Furðufuglar. Ég hef hlustað á þessa þætti undanfarið og þótt þeir fróðlegir og skemmtilegir. Maður verður oft hissa á að heyra hvað margir furðufuglar hafa haft mikil áhrif á tónlistina.

Næsti þáttur hét Björk. Mjög góður. Fjallaði að sjálfsögðu um Björk.

Eftir fréttirnar kom svo Uppruni tegundanna. Þennan þátt hef ég hlustað á eins oft og ég hef getað, alveg síðan síðasta sumar.

Aðra þætti má nefna, Rokkland, Geymt en ekki gleymt, Konsert, Næturvaktin með Guðna Má og ýmsir fleiri. Ég efast um að þessi fína og vandaða dagskrá heyrðist ef Ríkisútvarpið yrði einkavætt. Þarna starfar áhugasamt og faglegt fólk sem virðist hafa mikið um það að segja hvað er flutt og flest tónlist á þarna samastað. Það er annað en á t.d. Bylgjunni þar sem "playlistar" eru allsráðandi. Ég held að þegar 365 var að nefna útvarpsstöðvarnar sínar, t.d. Gullbylgjan og Nýbylgjan, hefði Bylgjan átt að heita Síbylgjan.

Hvað um það, hrós dagsins frá mér fer til Rúv. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þetta er eins og talað út úr mínum munni kæri fóstbróðir. Ég myndi þó bæta inní þessa upptalningu nokkrum þáttum af gufunni. Eins og t.d. Lóðrétt og lárétt sem skólabróðir minn og félagi, Ævar Kjartansson sér um, Spegillinn og morgunútvarpið.  Alveg sammála greiningu þinni á Bylgjunni.

Vonandi komumst við í frí norður yfir sauðburðinn. Kveðjur úr Eyjum.

Guðmundur Örn Jónsson, 16.4.2007 kl. 21:21

2 identicon

Sæll kæri bró ! Ja detti mér nú allar dauðar lýs... minn kæri stóri bró að spreyta sig í blogginu ! En hva... bara þessi eina færsla ? og það síðan í mars ?? Haltu áfram að blogga góði, alltaf eitthvað fróðlegt sem vellur upp úr þér ;)

auja (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 05:15

3 identicon

Er ekki kominn tími á nýja bloggfærslu karlinn minn ?

Thelma (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband