4.12.2009 | 13:07
Pútín Rússlandsforseti?
Síðast þegar ég vissi var Pútín forsætisráðherra Rússlands og Dmitri A. Medvedev forseti.
En það er nú ljóst í mínum huga að það er millibilsástand, því Pútín ætlar sér að verða forseti við fyrsta tækifæri.
Uppfært: Ég sé að það er búið að breyta fréttinni núna seinnipartinn.
Skrifað undir í Reykjavík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2009 | 13:07
Sambærilegt hjá mér í Eyjafirði.
Svona 3G háraðatenging var sett upp af símanum í innanverðan Eyjafjörð í október. Sambandið er einnig að detta út hér a.m.k 1 sinni á dag og þá þarf að endurræsa beinirinn. Sambandið er þó ágætt þegar það er inni. Ég hef ekki athugað hvort aðrir hér kannist við þetta.
Þetta mál þarf að skoða nánar!
Stopul háhraðanettenging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 00:09
Fyrsta bloggfærsla
Það er fínt að byrja þessar færslur á hóli. Mitt hól fær Rás 2 fyrir stórskemmtilega dagskrá.
Ég var að stússa útivið fram undir miðnætti og hlustaði á útvarp allra landsmanna. Fyrst var þátturinn Furðufuglar. Ég hef hlustað á þessa þætti undanfarið og þótt þeir fróðlegir og skemmtilegir. Maður verður oft hissa á að heyra hvað margir furðufuglar hafa haft mikil áhrif á tónlistina.
Næsti þáttur hét Björk. Mjög góður. Fjallaði að sjálfsögðu um Björk.
Eftir fréttirnar kom svo Uppruni tegundanna. Þennan þátt hef ég hlustað á eins oft og ég hef getað, alveg síðan síðasta sumar.
Aðra þætti má nefna, Rokkland, Geymt en ekki gleymt, Konsert, Næturvaktin með Guðna Má og ýmsir fleiri. Ég efast um að þessi fína og vandaða dagskrá heyrðist ef Ríkisútvarpið yrði einkavætt. Þarna starfar áhugasamt og faglegt fólk sem virðist hafa mikið um það að segja hvað er flutt og flest tónlist á þarna samastað. Það er annað en á t.d. Bylgjunni þar sem "playlistar" eru allsráðandi. Ég held að þegar 365 var að nefna útvarpsstöðvarnar sínar, t.d. Gullbylgjan og Nýbylgjan, hefði Bylgjan átt að heita Síbylgjan.
Hvað um það, hrós dagsins frá mér fer til Rúv.
Bloggar | Breytt 16.4.2007 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)